ResOs

Borðabókanir

Borðabókunarkerfi Dineout er alhliða lausn fyrir skilvirka bókunarstjórnun hjá veitingastöðum. Það veitir eftirfylgni í samskiptum við viðskiptavini, uppfærslur í rauntíma og er treyst af 600.000 mánaðarlegum veitingahúsgestum á Íslandi og í Danmörku.

Reglur Viðskiptavinir Tölfræði

Þinn veitingastaður, þínar bókunar reglur!

Hafðu fulla stjórn á netbókunum með bókunar reglukerfi okkar.

Sérsníddu allt, sveigjanlegir opnunartímar, bókunargjöld og mismunandi tímalengdir bókana byggt á fjölda gesta svo eitthvað sé nefnt. Reglurnar gera þér kleift að stjórna því hvenær hægt er að bóka á netinu, og aðlaga bókunarflæðið að einstökum þörfum veitingahússins þíns.

Reglur Viðskiptavinir Tölfræði

Bókunarsíða fyrir viðskiptavini þína

Dineout gengur skrefi lengra með því að bjóða veitingahúsum upp á sérsniðna bókunarsíðu.

Hægt er að tengja bókunarsíðuna við vefsíðu veitingastaða þar sem gestum er boðið þægilegt og auðskiljanlegt viðmót til að tryggja bókun sína.

Reglur Viðskiptavinir Tölfræði

Sveigjanlegt tölfræðikerfi

Fáðu forskot á samkeppnina með sveigjanlegu tölfræðikerfi Dineout. Umsjónarmenn veitingastaða geta auðveldlega búið til sérsniðnar skýrslur, sem halda þeim stöðugt upplýstum um mikilvægustu mælikvarða (KPIs) fyrir starfsemi þeirra.

Vertu alltaf einu skrefi á undan, taktu ákvarðanir byggðar á gögnum, og upplifðu veitingahúsið þitt blómstra!

Helsta virkni

Rauntíma framboð

Kerfið uppfærir framboð borða í rauntíma, þannig að ekki verði tvíbókað og að starfsfólk geti með fljótlegum hætti séð hvaða borð eru laus eða upptekin.

Einfalt notendaviðmót

Notendaviðmótið er auðskiljanlegt og einfalt í notkun. Bæði fyrir viðskiptavini sem bóka á netinu og starfsfólkið sem meðhöndlar þær bókanir. Þetta lágmarkar tímann sem starfsfólk þarf til að læra kerfið og hvetur fleiri viðskiptavini til að bóka á netinu.

Tenging við Kassakerfi

Hægt er að tengja borðabókunarkerfið við kassakerfi Dineout. Þetta getur hjálpað við að samræma starfsemi, skilja óskir viðskiptavina, og hámarka þjónustustig.

Söfnun gagna um viðskiptavini

Bókunarkerfið geymir upplýsingar um viðskiptavini á öruggan hátt, sem gerir veitingamönnum kleift að fylgjast með óskum viðskiptavina, sögu um fyrrverandi heimsóknir, sérstakar beiðnir og fleira. Þetta gerir þeim kleift að veita persónulega þjónustu, sem getur bætt upplifun gesta til muna.

Samskipti við viðskiptavini

Sjálfvirkar tilkynningar og áminningar fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk geta bætir upplifun viðskiptavina og dregur úr líkunum á að þeir gleymi bókuninni. Þetta geta verið tölvupóst- eða SMS-áminningar sem viðskiptavinirnir frá degi fyrr eða nokkrum klukkustundum fyrir bókunina, og eftir heimsókn þeirra til að fá álit þeirra á veitingastaðnum.

Skýrslur og greining

Starfsmannakerfi Dineout getur búið til skýrslur yfir þróun á bókunum, gestafjölda ásamt öðrum gagnlegum mælikvörðum sem gefa verðmætar upplýsingar. Þessar upplýsingar geta verið notaðar til að taka upplýstar ákvarðanir um starfsmannafjölda á vakt, markaðsefni eða breytingar á matseðli.

Viltu prófa Dineout?

Bókaðu fund hjá starfsfólki Dineout